Fara á efnissvæði
22. júní 2023

Þetta eru opnu greinarnar á Landsmóti UMFÍ 50+

Landsmót UMFÍ 50+ er handan við hornið í Stykkishólmi. Þjónustumiðstöð mótsins opnar í íþróttahúsi bæjarins klukkan 18:00 í dag og verður hún opin til klukkan 22:00 í kvöld. Í íþróttahúsinu fá þátttakendur sem hafa skráð sig á mótið og greitt þátttökugjald fengið hvítt armband sem gildir á alla keppni og viðburði mótsins.

Í íþróttamiðstöðinni verður líka hægt að kaupa rautt armband sem gildir fyrir ákveðna viðburði.. Armböndin eru fyrir 18 ára og eldri og kosta 2.000 krónur.

Svona verður dagskráin á opnum viðburði fyrir þátttakendur með bæði rautt og hvítt armband.

 

Föstudagur:

5 km götuhlaup (opið öllum með hvítt og rautt armband)

Kl. 17:00 - 18.00

Kl. 18:00 Mótssetning. Stuttur viðburður opin öllum.

 

Laugardagur:

Hjólreiðar (opið öllum með hvítt og rautt armband)

Kl. 11:00 - 12:00

Kynningargreinar - börn (frítt), 18 ára + með rauð eða hvít armbönd

Kl: 10:00 - 14:00: Píla, borðtennis og badminton í íþróttahúsinu.

Kl: 10:00 - 14:00: Petanque á malarvellinum við íþróttahúsið/sparkvöllinn. Petanque svipar til boccía, spilað á malarvelli með litlar stál kúlur.

En hvernig á að spila petanque? Þú getur séð það í þessu kynningarmyndbandi.

Horfa á leiðbeiningar

 

Á þessari vefslóð getið þið skoðað alla dagskránna.

https://www.umfi.is/vidburdir/landsmot-50plus/dagskra/

 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest út um allan bæ um helgina.