Fara á efnissvæði
18. febrúar 2022

Þingflokkkur Framsóknarflokksins fræddist um UMFÍ

Um þessar mundir er svokölluð kjördæmavika á Alþingi en þá fara alþingismenn um landið og hitta mann og annan. Þingflokkur Framsóknarflokksins heimsótti þjónustumiðstöð UMFÍ á Sauðárkróki í gær og átti skemmtilegt spjall við m.a. Ómar Braga Stefánsson landsfulltrúa og framkvæmdastjóra móta UMFÍ.

Á meðal þingmannanna voru Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og fleiri úr flokkum.

Ómar Bragi fræddi þingflokkinn um eitt og annað tengt UMFÍ, Íþróttaveislu UMFÍ sem verður í Kópavogi í sumar, Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi um næstu verslunarmannahelgi, Landsmót 50+ í Borgarnesi, ungmennaráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði, Ungmennasamband Skagafjarðar, Tindastól og margt fleira. 

Sigurjón Jónsson tók myndina af hópnum.