Fara á efnissvæði
19. september 2022

Þjónustumiðstöð UMFÍ flytur tímabundið í Hafnartorg

Þjónustumiðstöð UMFÍ hefur nú flutt úr Sigtúni 42 og er nú tímabundið með aðsetur í Hafnartorgi í Reykjavík. Þetta er sama hús og verslun H&M, Fréttablaðið og fleiri fyrirtæki eru í.

Eins og áður hefur komið fram keypti Öryrkjabandalagið (ÖBÍ) húsnæði UMFÍ í Reykjavík fyrr á þessu ári. UMFÍ mun í kjölfarið flytja í Íþróttamiðstöðina í Laugardal þar sem fyrir eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ), Íslensk getspá, Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR), Ungmennasamband Kjalarnesþings (UMSK) og fjöldi sérsambanda.

Þjónustumiðstöð UMFÍ verður í framtíðinni á þriðju hæð Íþróttamiðstöðvarinnar og kannast margir í íþróttahreyfingunni við húsnæðið sem fundar- og fyrirlestrarsal. Umtalsverðar breytingar standa nú yfir á húsnæðinu og mun UMFÍ flytja inn í það að framkvæmdum loknum.

Engin önnur breyting verður á starfsemi UMFÍ, sama símanúmer virkt, netföng og annað.