Fara á efnissvæði
21. janúar 2025

Þóra: Árangur svæðisstöðvanna skýrist af samvinnu

Þóra Pétursdóttir er í hópi sextán svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna sem tóku til starfa á síðasta ári. Hún vinnur á Norðurlandi eystra og horfir til þess að svæðisstöðvarnar horfir til þess að aukið samstarf skili sér í betri íþróttahreyfingu.

Rætt var við starfsfólk svæðisstöðvanna í Skinfaxa á síðasta ári, rætt um bakgrunn fólksins og væntingar til starfsins.

 

Nafn: Þóra Pétursdóttir.

Aldur: 42 ára.

Búsett: Akureyri.

Starfsstöð: Akureyri.

Menntun og fyrri störf: Ég útskrifaðist með B.A. – gráðu í Samfélags- og hagþróunarfræði. Eftir útskrift hef ég starfað í þjónustu og ráðgjöf bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum. Ég hef einnig sinnt störfum innan íþróttahreyfingarinnar eins og þjálfun knattspyrnu og boccía, starfsmaður íþróttahúss, stjórnarstörfum og sem sjálfboðaliði.

Bakgrunnur í íþróttum: Ég stundaði skíði sem barn og knattspyrnu fram á fullorðinsár. Í dag sæki ég ásamt góðum hóp pollamót í knattspyrnu og körfubolta. Tengsl við íþróttir í dag eru aðallega í gegnum börnin mín.

Hvernig lýst þér á hópinn? Hópurinn er samansettur af metnaðarfullu fólki með mjög fjölbreyttan bakgrunn og þekkingu. Vel skipað lið!

Hvernig sérðu fyrir þér árangur af vinnunni á næstu árum? Árangurinn mun skýrast af samvinnu og krafti allra þeirra sem eru á hverju svæði svo ég hlakka til að horfa til baka og sjá hvernig krafturinn hefur verið nýttur!

 

Meira um svæðisstöðvar íþróttahéraðanna

Á þingum ÍSÍ og UMFÍ í fyrra voru samþykktar tillögur um eflingu íþróttastarfs á landsvísu og að koma á fót átta svæðisstöðvum um allt land.

Tveir starfsmenn eru á hverri svæðisstöð. Störfin voru auglýst í vor og bárust meira en 200 umsóknir um þau. Búið er að manna allar stöður og vinna er komin á fullt á svæðisstöðvunum um allt land. Hlutverk svæðisstöðvanna er að þjónusta með samræmdum hætti íþróttahéruðin í nærumhverfi hvers þeirra. Horft er til þess að sterkari íþróttahéruð og svæðisstöðvar um allt land auki skilvirkni innan íþróttahreyfingarinnar í heild og geri hverju íþróttahéraði kleift að takast á við núverandi og fyrirséð verkefni, styrki stefnumótandi vinnu og aðgerðir á landsvísu, stuðli með þeim hætti að farsæld barna og allra þeirra sem nýta þjónustu íþróttahreyfingarinnar.

Viðtalið er í 2. tölublaði Skinfaxa, sem kom út á síðasta ári. 

Í blaðinu er líka hægt að lesa viðtöl við hina svæðisfulltrúana. Þau koma líka á umfi.is. Þú getur smellt á nöfn þeirra eftir því sem viðtölunum vindur fram:

 

Nöfn svæðisfulltrúa: 

Höfuðborgarsvæðið: Hansína Þóra Pétursdóttir / Sveinn Sampsted.

Vesturland: Álfheiður Sverrisdóttir / Heiðar Mar Björnsson.

Vestfirðir: Birna Hannesdóttir / Guðbjörg Ebba Högnadóttir.

Norðurland vestra: Halldór Lárusson / Sigríður Inga Viggósdóttir.

Norðurland eystra: Kristján Sturluson / Þóra Pétursdóttir.

Austurland: Erla Gunnlaugsdóttir / Jóhanna Íris Ingólfsdóttir.

Suðurland: Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir / Rakel Magnúsdóttir.

Suðurnes: Petra Ruth Rúnarsdóttir / Sigurður Friðrik Gunnarsson.

 

Hægt er að lesa Skinfaxa í heild sinni á umfi.is. Líka er hægt að smella á myndina hér að neðan og opna blaðið.