Fara á efnissvæði
12. október 2023

Þrettán í framboði til stjórnar UMFÍ

Frestur til að tilkynna framboð til formanns, stjórnar og/eða varastjórnar UMFÍ rann út á þriðjudag, 10. október síðastliðinn. Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, er einn í framboði til formanns. Hann tók við formennsku í stjórn UMFÍ af Hauki Valtýssyni á sambandsþingi UMFÍ á Húsavík fyrir tveimur árum.

Þrettán eru í framboði til stjórnar og varastjórnar UMFÍ um tíu sæti.

Af núverandi stjórnarfólki gefa Lárus B. Lárusson og Gissur Jónsson ekki kost á sér áfram. Lárus er frá Ungmennasambandi Kjalarnesþings en Gissur frá Héraðssambandinu Skarphéðni.

 

Í kjöri til aðalstjórnar eru eftirfarandi einstaklingar:

  • Ásgeir Sveinsson – Héraðssambandinu Hrafna-Flóka.
  • Guðmundur G. Sigurbergsson – Ungmennasambandi Kjalarnesþings.
  • Gunnar Þ. Gestsson – Ungmennasambandi Skagafjarðar.
  • Gunnar Gunnarsson – Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands.
  • Helgi S. Haraldsson – Héraðssambandinu Skarphéðni.
  • Kristín Thorberg – Ungmennasambandi Eyjafjarðar.
  • Málfríður Sigurhansdóttir – Íþróttabandalagi Reykjavíkur.
  • Ragnheiður Högnadóttir – Ungmennasambandi Vestur-Skaftafellssýslu.
  • Sigurður Eiríksson – Ungmennasambandi Eyjafjarðar.
  • Sigurður Óskar Jónsson – Ungmennasambandinu Úlfljóti.

Í framboði til varastjórnar eru: 

  • Guðmunda Ólafsdóttir - Íþróttabandalagi Akraness.
  • Hallbera Eiríksdóttir - Ungmennasamband Borgarfjarðar.
  • Rakel Másdóttir - Ungmennasambandi Kjalarnesþings. 

Kosning stjórnar fer fram á 53. Sambandsþingi UMFÍ sem fram fer á Hótel Geysi í Haukadal dagana 20. - 22. október 2023. Sambandsþingið er haldið á tveggja ára fresti og er það æðsta val í málefnum UMFÍ. 

 

Ítarlegri upplýsingar um Sambandsþing UMFÍ er að finna hér.