Fara á efnissvæði
14. maí 2021

Til hamingju Hafsteinn!

Hafsteinn Snær Þorsteinsson hefur verið ljósmyndari á Unglingalandsmótum og Landsmótum UMFÍ. Hann byrjaði að taka myndir á Unglingalandsmóti UMFÍ á Höfn í Hornafirði árið 2013 þegar hann var 15 ára gamall. Alla tíð hefur hann boðið sig fram í verkið, unnið frábærlega vel af einskærum áhuga og ástríðu á mótunum í sjálfboðavinnu og ætíð gist á tjaldstæðum með öllum þeim frábæru þátttakendum sem sækja mótin.

Mikið af myndunum sem UMFÍ notar hefur Hafsteinn tekið, bæði sem kynningarefni og í Skinfaxa, tímariti UMFÍ.

Áhuginn á ljósmyndun hefur alltaf fylgt Hafsteini. Hann er nú orðinn 23 ára og í útskriftarhópi nemenda í ljósmyndun við Tækniskólann.

Hafsteinn og aðrir nemendur skólans sýna nú myndir sínar í Faxafeni 10. Sýningin er opin frá 12-17 alla daga til 18. maí.

UMFÍ sendir Hafsteini hamingjuóskir með áfangann á ljósmyndaferlinum.

Meira um sýninguna hér