Fara á efnissvæði
30. nóvember 2023

Til hamingju Sigríður og Ómar

Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir og Ómar Franklínsson voru dregin út í happdrætti sem efnt var til í framhaldi af könnun í haust á viðhorfi fólks til UMFÍ. Vörumerkjastofan Brandr gerði könnunina. 

Niðurstöður könnunarinnar birtast í svokallaðri Brandr-vísitölu sem mælir þær tengingar við vörumerkið sem skipta mestu máli í hugum fólks. Vísitala Brandr mælir styrkleika vörumerkis UMFÍ og ber það saman við önnur vörumerki.

Brandr-vísitalan var þróuð með því að skoða mismunandi aðferðir sem hafa verið notaðar til að leggja mat á vörumerkjavirði og skynjun fólks á vörumerkinu. Hluti af starfsemi UMFÍ miða að því að vinna eftir niðurstöðunum og bæta þjónustu við sambandsaðila með ýmsum hætti.

Viðhorfshópurinn í könnun Brandr og UMFÍ voru innan sambandsaðila UMFÍ. Allir þátttakendur í könnuninni gátu skráð sig í happdrættispott og dregin úr honum tvö nöfn. Upp úr pottium komu nöfn þeirra Ómars og Sigríður Láru og hlutu þau sitt hvort gjafabréfið í Smáralind.