Fara á efnissvæði
02. ágúst 2018

Tímaplön tilbúin í öllum greinum

Fyrsti dagur Unglingalandsmóts UMFÍ í Þorlákshöfn hefur gengið mjög vel. Skráning í greinar er gríðarlega góð og um 5.000 þátttakendur skráðir í greinar. Nákvæm tímaplön fyrir fjölmennustu greinarnar eru nú tilbúin. Tímaplön er hægt að að skoða á vefsíðunni www.ulm.is undir liðnum Dagskrá.

Þú getur líka smellt hér: Skoða tímaplan fyrir greinar

Smelltu á einstakar greinar og sjáðu hvaða lið spila hvar við hverja: Planið

Þjónustumiðstöð mótsins opnaði í grunnskóla Þorlákshafnar klukkan 15:00 í dag og verður hún opin til klukkan 23:00. Þátttakendur og heilu fjölskyldurnar hafa komið í þjónustumiðstöðina og náði í öll þau gögn sem þarf til að taka þátt í mótinu. Þar á meðal eru armbönd, sem þátttakendur verða að hafa til að geta keppt í greinum, kort af svæðinu, dagskrá og eintak af Skinfaxa, tímariti UMFÍ ásamt mörgu fleiru.

 

Sumarveður í Þorlákshöfn

Fólk er þegar farið að koma sér fyrir á tjaldstæði sem tekið var í notkun sérstaklega fyrir Unglingalandsmótið. Svæðið er mjög stórt enda búið að stækka það talsvert síðan mótið var haldið í Þorlákshöfn árið 2008. Tjaldsvæðið er samt ekki óendanlegt og búist við gríðarlegum fjölda á það um helgina. Mikilvægt er því að sýna tillitssemi á tjaldsvæðinu og taka ekki of mikið pláss á því.

Sumarveðrið í Þorlákshöfn er fallegt, hlýr andvari rétt svo til að fánar UMFÍ blakti við hún. Ský eru á lofti en sól hefur skinið í allan dag.  

 

Miklu meiri upplýsingar á www.ulm.is