Fara á efnissvæði
02. desember 2024

UMFÍ fær 66 milljónir frá Íslenskri getspá

Stjórn Íslenskrar getspár samþykkti í síðustu viku að greiða eignaraðilum fyrirtækisins 500 milljónir króna í aukagreiðslu auk hefðbundinnar mánaðargreiðslu. UMFÍ á 13,3% hlut í Íslenskri getspá og fær í samræmi við það rétt rúmar 66,6 milljónir króna.  

Aukagreiðslan fer fram í dag, þ.e. 2. desember.

Aukagreiðslan sýnir vel að í hvert sinn sem spilað er í Lottói og leikjum Íslenskrar getspár þá styður viðkomandi við starf íþróttafélaga og við grasrótarstarf þeirra um allt land.

Aðrir eigendur Íslenskrar getspár eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, sem á 46,67% hlut og fær í samræmi við það 233,3 milljónir króna. ÖBÍ á 40% og fær 200 milljónir króna af aukagreiðslunni.