UMFÍ gefur út ítarlegt minnisblað um áhrif COVID á íþróttastarf og tillögur
„Þetta eru tillögur svo ríkisvaldið og við í ungmenna- og íþróttahreyfingunni getum gripið til aðgerða í sömu átt. Það er mikilvægt að vinna saman því þá aukum við líkurnar á því að ná árangri,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.
Á sambandsráðsfundi UMFÍ í gær kynnti hún Minnisblað þar sem sameinaðar eru hugmyndir ungmennafélagshreyfingarinnar um stöðu mála og aðgerðir. Allar tillögurnar eru í samræmi við stefnu UMFÍ. Þeim hefur þegar verið komið til stjórnvalda.
Á fundinum og í minnisblaðinu kom fram að miklar áhyggjur eru af stöðu mála í ungmennafélagshreyfingunni vegna neikvæðra áhrifa COVID-19. Staða einstakra félaga er mjög mismunandi. Tilgangurinn með minnisblaði sem UMFÍ hefur tekið saman er að taka saman stutt yfirlit um áhrifin og umræðuna. Áhyggjur og áskoranir félaganna eru miklar og fjölbreyttar um allt land.
Bæði er um að ræða aðgerðir í vörn og sókn, enda lykilatriði í góðu íþróttastarfi að huga að báðum þáttum til að ná árangri.
Í inngangsorðum minnisblaðsins segir jafnframt að til grundvallar er staða mála og þær aðgerðir sem nú þegar hefur verið gripið til af hálfu stjórnvalda. Eins sé mikilvægt í íþróttum og æskulýðsstarfi að allt liðið stefni í sömu átt og því sé samstarf í þessum málaflokki gríðarlega mikilvægt.
Eins og sjá má í Minnisblaðinu hefur iðkendum í hópi barna- og ungmenna fækkað á þessu ári miðað við síðastliðin tvö ár á undan.
Hægt er að smella hériog á myndina að neðan til að skoða Minnisblað UMFÍ.