Fara á efnissvæði
25. mars 2022

UMFÍ í heimsókn hjá Viken í Noregi

Um 40 manna sendinefnd frá UMFÍ og aðildarfélögum af öllu landinu er nú stödd í Osló í Noregi í heimsókn hjá íþróttahéraðinu Viken. Norsku íþróttahéröðin eru ellefu talsins, jafn mörg og fylkin í landinu. Viken er það fjölmennasta, þar eru 1,2 milljón íbúar og myndar það kraga utan um Oslóarborg.

Í gærmorgun fékk íslenski hópurinn kynningu á héraðssambandinu sjálfu og starfsemi þess, einkum hvað varðar börn. Var meðal annars farið yfir áhrif norskra laga um réttindi barna í íþróttum og hvernig þeim er framfylgt. Þá hélt Ragnheiður Sigurðardóttir stutta kynningu á UMFÍ fyrir gestgjafana. 

Íslenski hópurinn situr fyrirlestra í dag og á morgun, auk þess sem hluti hans sækir ráðstefnu á vegum Viken um íþróttamannvirki.