UMFÍ leitar að starfsfólki í skólabúðir á Reykjum
UMFÍ leitar að frábæru starfsfólki í 100% stöður í framtíðarstörfum í Skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði í haust. Um er að ræða eftirfarandi störf:
- Frístunda- og tómstundaleiðbeinandi. Háskólamenntun og reynsla af vinnu með ungu fólki er kostur.
- Matráður í mötuneyti.
- Þrif og ræstingar.
Allt eru þetta framtíðarstörf allt árið um kring í Hrútafirði.
Umsóknarfrestur er til 20. júní næstkomandi.
Fríðindi í starfinu er skemmtun, leikir og allskonar óvæntar og skemmtilegar uppákomur. Í skólabúðirnar koma nemendur í 7. bekk í grunnskólum landsins og dvelja í fimm daga í senn yfir skólaárið.
Frábær leiðbeinandi með létta lund. Kostir að hafa:
- Háskólapróf er kostur en ekki skilyrði.
- Brennandi áhugi á því að vinna með ungmennum.
- Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði.
- Gleði og létt lund.
Hress matráður í mötuneyti. Kostir hans verða að vera:
- Ástríða fyrir því að elda góðan og hollan mat á hverjum degi.
- Gleði og hamingja yfir pottum og pönnum.
- Sveigjanleiki í öllum verkefnum.
Þrif- og ræstingar: Nákvæmni, þolinmæði og sveigjanleiki:
- Ástríða fyrir því að halda umhverfinu skínandi fallegu og hreinu.
- Gleði með moppuna og ánægja yfir nýskúruðum gólfum.
- Sveigjanleiki í öllum verkefnum.
Allt starfsfólk þarf að uppfylla skilyrði Æskulýðslaga um starf með börnum og hafa hreint sakavottorð.
Ef þú hefur áhuga hafðu þá endilega samband við þjónustumiðstöð UMFÍ eða smelltu í tölvupóst á netfangið umfi@umfi.is.