Fara á efnissvæði
17. nóvember 2017

UMFÍ sækir upplýsingar úr sakaskrá

Sambandsaðilar UMFÍ og aðildarfélög þeirra geta haft samband við þjónustumiðstöð UMFÍ og leitað eftir því að UMFÍ fái sakavottorð þeirra sem sækja um störf hjá viðkomandi félagi. Aðildarfélög nokkurra sambandsaðila hafa þegar nýtt sér þennan möguleika. Sakavottorð er fyrir þá dóma og brot á viðurlögum sem viðkomandi hefur hlotið hjá dómstólum og öðrum yfirvöldum hér á landi og erlendis.

Samkvæmt Æskulýðslögum er óheimilt að ráða einstaklinga til starfa sem hafa hlotið refsidóma vegna ofbeldisbrota, ávana- og fíkniefna eða kynferðisbrota. Æskilegt er að allir þeir sem starfa með börnum og ungmennum skili inn samþykkt fyrir því að þeirra aðildarfélag hafi heimild til að sækja upplýsingar úr sakaskrá. Heimildin veitir félögum rétt til að sækja gögn vegna ofbeldisbrota (3 - 5 ár aftur í tímann), vegna ávana- og fíkniefnabrota (3 - 5 ár eftir í tímann) og vegna kynferðisbrota (engin tímamörk).

Sambandsaðilum UMFÍ býðst að senda eyðublöð til framkvæmdastjóra UMFÍ. UMFÍ þarf ekki að greiða fyrir þessa þjónustu hjá sakaskrá sem annars kostar 2.500kr. á hvert eyðublað.

Hér er finna eyðublað UMFÍ

Nánari upplýsingar fást í þjónustumiðstöð UMFÍ og í síma 568-2929.