UMFÍ styrkir 111 verkefni um 14 milljónir króna
![](/media/rgdlxgmo/ulm2022_tjorvityr_31-07-22-1.jpg?width=400&height=400&v=1d9b595b0dbf520 1x)
Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ úthlutaði á dögunum rétt tæpum 14 milljónum króna í styrki til 88 verkefna. Alls bárust 111 umsóknir til sjóðsins. Þetta var seinni úthlutun ársins 2023.
Alls hafa 144 verkefni innan íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar verið styrkt um tæpar 20,6 milljónir króna á árinu sem er að líða.
Allir sem sendu umsókn í Fræðslu- og verkefnasjóð hafa verið upplýstir um úthlutun úr sjóðnum.
Markmið sjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar í samræmi við stefnu UMFÍ, m.a. með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun í félagsmálum og félagsstarfi.
Rétt til umsóknar úr sjóðnum eiga sambandsaðilar UMFÍ, aðildarfélög sem eru virk í starfi og deildir innan þeirra. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum.
Á meðal verkefna sem hlutu styrk að þessu sinni voru Fræðsla um andlega heilsu í íþróttum hjá Keflavík, íþrótta- og ungmennafélagi, þýðing á heimasíðu Íþróttafélagsins Gróttu, verkefni sem ætlað er að fjölga stúlkum í knattspyrnu hjá Þrótti Vogum, efling þátttöku fjölbreytileikans í starfi Ungmennafélags Selfoss, utanvegahlaup í samstarfi við Ultraform og mörg fleiri verkefni.