22. nóvember 2017
UMSB leitar að nýjum framkvæmdastjóra
Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB) auglýsir eftir kraftmiklum og metnaðarfullum framkvæmdastjóra í 100% starf.
UMSB rekur þjónustumiðstöð í Borgarnesi. Starfsvæði UMSB er í Borgarbyggð, Skorradalshreppi og Hvalfjarðarsveit. Virk aðildarfélög eru 19 talsins og er starfsemin bæði fjölbreytt og skemmtileg.
Helstu verkefni framkvæmdasjtóra eru:
- Yfirumsjón með rekstri UMSB
- Fjármála- og starfsmannastjórnun
- Umsjón með rekstri þjónustumiðstöðvar UMSB
- Samskipti við aðildarfélög UMSB og sveitarfélögin á svæðinu um íþróttamál samkvæmt fyrirliggjandi samningi við Borgarbyggð
- Frumkvæði að aukinni samvinnu og samlegð milli félaga á starfssvæði UMSB
- Markaðssetning og kynning á starfi aðildarfélaga og UMSB
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur
- Reynsla af stjórnun og rekstri er æskileg
- Haldgóð tölvukunnátta
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvænni og hæfni í samskiptum
- Þekking á íþrótta og ungmennafélagsstarfi er kostur
Hér má sjá atvinnuauglýsinguna.