Fara á efnissvæði
13. janúar 2025

UMSE leitar að framkvæmdastjóra

Ungmennasamband Eyjafjarðar (UMSE) óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra í 50% starf. Sambandssvæði UMSE á Eyjafjarðarsvæðinu og eruð aðildarfélög þess fjórtán í fimm sveitarfélögum, þar á meðal félög í Dalvíkurbyggð, inni í Hrafnagili og víðar. 

 

Starfslýsing er eftirfarandi:

Framkvæmdastjóri - Starfssvið og skyldur:
Eftirfarandi er skilgreining á starfi framkvæmdastjóra samkvæmt starfssamningi.

  • Framkvæmdastjóri skal sjá um öll almenn störf á skrifstofu þ.m.t. innheimta reikninga, merkinga og færsla bókhalds.
  • Framkvæmdastjóri annast samskipti við aðildarfélög UMSE, nefndir og aðra er málefni þess varðar.
  • Framkvæmdastjóri annast stefnumótun UMSE í samvinnu við stjórn. Hann vinnur að framkvæmd stefnu og samþykktum stjórnar UMSE og ársþings UMSE í samráði við stjórn.
  • Framkvæmdastjóri vinnur, ásamt formanni stjórnar UMSE, að undirbúningi funda er varða málefni  UMSE og hefur yfirumsjón með allri útgáfu.
  • Framkvæmdastjóri skal gæta þess að vera í nánu samstarfi við stjórn UMSE og nefndir um framkvæmd mála hverju sinni.
  • Framkvæmdastjóri skal sitja fundi stjórnar og nefnda sé þess óskað.

Allar nánari upplýsingar gefur Sigurður Eiríksson, formaður stjórnar UMSE, í síma 8622181 á milli kl. 16 og 18 á daginn.

Umsóknir sendist á netfangið umse@umse.is.