Fara á efnissvæði
19. september 2017

UMSE leitar að nýjum framkvæmdastjóra

Ungmennasamband Eyjafjarðar (UMSE) óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra í 50% starf. Þorsteinn Marinósson, sem verið hefur framkvæmdastjóri UMSE síðan árið 2006, var nýverið ráðinn framkvæmdastjóri Völsungs á Húsavík. Þorsteinn hefur jafnframt verið íþróttakennari við Naustaskóla frá árinu 2013.

UMSE er samband 13 íþrótta- og ungmennafélaga í Eyjafirði. Sambandið vinnur að hagsmunamálum aðildarfélaganna og veitir þeim ráðgjöf og þjónustu.

Helstu verkefni framkvæmdastjóra:

Hæfniskröfur og eiginleikar:

Umsóknarfrestur er til og með 8. október 2017. Umsóknum skal skilað í tölvupósti á umse@umse.is. Ítarlegri upplýsingar veitir Bjarnveig Ingvadóttir, formaður UMSE í síma 862-6896 og á netfanginu bjarnveigi@simnet.is