Fara á efnissvæði
11. febrúar 2025

Undirbúningur fyrir aðalfundi og ársþing

Að mörgu er að hyggja í aðdraganda árlegra funda félaga. Á vorin ganga í garð aðalfundir og ársþing íþróttahéraða landsins og aðildarfélaga þeirra. Gott er að hafa eitt og annað í huga þegar kemur að skipulagningu viðburðanna.

  • Ganga frá ársreikningi deildar/félags/íþróttahéraðs og ársskýrslu.
  • Senda dagsetningu á aðalfundi félagsins til íþróttahéraðsins.
  • Mörg félög þurfa að skila samantekt til síns íþróttahéraðs fyrir ársskýrslur.
  • Boða til aðalfundar í samræmi við lög deildar/félags/íþróttahéraðs.
  • Fjölgreinafélög halda mörg hver sérstaka aðalfundi fyrir deildir sínar. Mikilvægt er að gert sé grein fyrir öllum deildum á aðalfundi félagsins.
  • Skila skýrslu um starfið í skilakerfi ÍSÍ og UMFÍ með lykilupplýsingum, lögum og ársreikningi fyrir 15. apríl. Opnað verður fyrir skilin á næstu dögum.
  • Ef á þarf að halda í tengslum við skil á skýrslum til ÍSÍ og UMFÍ er hægt að senda skeyti á starfsmann sem sér um skilakerfið: Senda skeyti.

Atriði til að hafa í huga fyrir ársþing íþróttahéraða:

  • Hafa félög óskað eftir inngöngu í íþróttahéraðið eða þarf að vísa óvirkum felögum úr héraðinu?
  • Breytingar á lögum og reglugerðum. Í ljósi þess að á árinu 2024 tóku gildi breytingar sem voru gerðar á reglugerðum um lottó hjá ÍSÍ og UMFÍ þá mælum við með að öll íþróttahéruð landsins yfirfari reglugerðir sínar og kanni hvort tilefni sé til að uppfæra eigin reglugerðir.
  • Heiðranir og viðurkenningar: Mörg íþróttahéruð hafa óskað eftir heiðrunum á ársþingum sínum bæði frá UMFÍ og ÍSÍ. Við mælum með að allar slíkar tilnefningar verði sendar a sérsöku eyðublaði með góðum fyrirvara: Eyðublað vegna heiðrana