Fara á efnissvæði
05. ágúst 2018

Unglingalandsmót í sól og blíðu

„Þetta er æðislegur dagur. Þorlákshöfn er iðandi af lífi og fjöri. Það er frábært að sjá heilu fjölskyldurnar saman að njóta lífsins í sólinni á Unglingalandsmótinu,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Hér er Auður ásamt Hauki Valtýssyni, formanni UMFÍ, úti í sólinni þegar keppni fór fram í strandhandbolta, einni af nýju vinsælu greinunum á Unglingalandsmótinu.

Á milli sjö og átta þúsund manns nutu mótsins í blíðskaparveðri í Þorlákshöfn og ljóst að mótsgestir voru í hátíðarskapi eftir rigninguna á föstudag.

Auður segir er í skýjunum með mótið. „Þetta er að mestu leyti að þakka öllum frábæru sjálfboðaliðunum sem hafa lagt mikið á sig til að gera gott mót ennþá betra.“

Dagurinn í dag hófst með keppni í götuhjólreiðum, knattspyrnu, körfubolta og strandblaki. Síðar í dag verður svo keppt í upplestri, kökuskreytingum og sandkastalagerð ásamt fleiri greinum.

Hér má sjá nokkrar myndir frá götuhjólreiðunum í morgun.