Fara á efnissvæði
20. júlí 2022

Unglingalandsmót UMFÍ: Hver er uppáhalds greinin þín?

Biathlon eða hlaupaskotfimi er ein af rúmlega 20 greinunum sem verður keppt í á Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgina á Selfossi. Þátttakendur á aldrinum 15-18 ára geta keppt í hlaupaskotfiminni.

 

Hvað er Biathlon?

Biathlon er ný og spennandi íþróttagrein sem hefur verið að ryðja sér til rúms á Íslandi. Biathlon sameinar hlaup og skotfimi en getur sameinað fjölda annarra íþróttagreina ef svo ber undir – allt eftir áhuga og vilja þeirra sem taka þátt.

Flestir þekkja til skíðaskotfimi þar sem gengið er á gönguskíðum á vetrarólympíuleikum og skotið úr riffli á skotmark. Biathlon að sumri er hugsað eins nema auðvitað án skíðanna. Hægt er að hlaupa, hjóla og jafnvel synda ásamt því að skjóta sem reynir jafnt á úthald og einbeitingu.

 

 

Þeir sem hafa prófað Biathlon á Íslandi segja þetta frábæra og stórskemmtilega hreyfingu. Allt frá byrjendum til þeirra sem eru lengra komnir þá verður til spennandi keppni þar sem ákefð og einbeiting sameinast.

Nú hefur þú tækifæri á að kynnast því hvernig það er að einbeita sér að einum litlum punkti haldandi höfðinu grafkyrru á meðan þú hugsar hvort þú eigir að taka í gikkinn eða ekki. Með púlsinn í botni og adrenalínið flæðandi um líkamann gerir þetta enn meira krefjandi.

Í biathloni er sjálfstjórnin alveg jafn mikilvæg og úthaldið þar sem hausinn þarf að vera skýr við hverja ákvörðunartöku.

 

Hvernig er keppt í biathloni?

Fyrirkomulagið er með þeim hætti að Keppendur velja sér einhvern lausan riffin og skjóta fimm skotun liggjandi. Ef keppandi hittir í öllum fimm skotunum þá hleypur hann strax af stað 800m hringinn. Ef hann hittir ekki þá hleypur hann 40m refsihring fyrir hvert skot sem geigar áður en hann fer af stað í 800m. 

Þannig er hlaupið 4x800m og skotið þrisvar sinnum. 

Öllum keppendum verður gefið tækifæri á að æfa sig í að skjóta fyrir keppni. 

Gefendur verðlauna í biathloni:

Vélsmiðja Suðurlands

 

Fleiri greinar á Unglingalandsmóti

Hefurðu skoðað hvað er í boði á Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi um verslunarmannahelgina? Þar eru meira en 20 greinar í boði ásamt tónleikum öll kvöldin um helgina. Fjörið byrjar strax með dj Dóru Júlíu á fimmtudag og síðan heldur fjörið áfram í mótstjaldi sem verður á tjaldsvæðinu. Þar spila m.a. hljómsveitirnar Koppafeiti, Herra Hnetusmjör, Bríet, Jón Jónsson og Frikki Dór, Stuðlabandið og fleiri stuðboltar.

 

Allar upplýsinar um mótið er á www.ulm.is.

Skráningarfrestur er til mánudagsins 25. júlí.