Fara á efnissvæði
17. janúar 2020

Ungmennabúðir UMFÍ fagna 15 ára afmæli

Ungmennabúðir UMFÍ fagna 15 ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins opna Ungmennabúðirnar dyr sínar fyrir gestum og gangandi sem vilja kynna sér starfið á Laugarvatni. Skemmtileg dagskrá verður fyrir alla fjölskylduna frá klukkan 13:00 – 18:00 á Laugarvatni, Ævintýraferð og leiðsögn um húsið.

Starfsemi Ungmennabúða UMFÍ hófst árið 2005 að Laugum í Sælingsdal en flutti síðasta haust til Laugarvatns í mikið endurbætt og glæsilegt húsnæði í gömlu Íþróttamiðstöðinni á Laugarvatni.

Í Ungmennabúðir UMFÍ koma nemendur 9. bekkjar af landinu öllu og dvelja þar í fimm daga í senn yfir skólaárið. Nóg er um að vera, íþróttatengdir leikir, æfingar hvers konar og viðburðir af ýmsum toga sem tengjast útivist, hreyfingu og ætlar er að efla félagsfærni. Markmiðið með dvölinni er að efla vitund ungmennanna fyrir umhverfi sínu og samfélagi ásamt því að gera heilbrigðum lífsstíl hátt undir höfði.

Nóg hefur verið um að vera í í vetur því um 2.000 nemendur eru bókaðir í Ungmennabúðum á Laugarvatni yfir skólaárið.

Nánari upplýsingar um Ungmennabúðir UMFÍ á Laugarvatni: www.ungmennabudir.is