Fara á efnissvæði
03. október 2020

Ungmennabúðir UMFÍ starfa með óbreyttu sniði þrátt fyrir hertar reglur

Hertar samfélagslegar aðgerðir yfirvalda til að sporna við útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu hafa ekki áhrif á starf í leik- og grunnskólum og verða Ungmennabúðir UMFÍ á Laugarvatni því áfram opnar. Starfið helst óbreytt og lífið þar skemmtilegt eins og alla aðra daga.

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknir um hertari aðgerðir og taka þær gildi mánudaginn 5. október. Reglugerð þessa efnis verður birt á sunnudag, 6. október.

Sömu reglur hafa fram til þessa gilt um Ungmennabúðir UMFÍ og grunnskóla og verður svo áfram.

Tekið er fram í minnisblaði sóttvarnalæknis sem nýjar aðgerðir grundvallast á að engar hömlur gilda hjá börnum sem fædd eru 2005 og síðar heldur einungis hjá eldri einstaklingum. Um þá einstaklinga gildir 20 manna hámarksreglan og eins metra nándartakmörkun. Lögð verði áhersla á einstaklingsbundnar smitvarnir eins og kostur er. Sama gildir um æskulýðsstarf, íþróttir og tómstundir leik- og grunnskólabarna.

 

Sjá nánar á heimasíðu heilbrigðisráðuneytis: COVID-19: Hertar samkomutakmarkanir taka gildi 5. október