Fara á efnissvæði
11. október 2017

Ungmennahátíð í Danmörku

Ungmennahátíð NSU fer fram dagana 5. - 11. desember nk. Ungmennum frá Norðurlöndunum, Þýskalandi og Lettlandi á aldrinum 14 - 25 ára stendur til boða að taka þátt.

Aðalmarkmið verkefnisins er að auka samtal ungmenna sem eru virk í frjálsum félagasamtökum í sínu heimalandi – sjá nánar hér.

Þátttökugjaldið er 2100 dkr. og greitt af þátttakendum sjálfum. Þátttakendur þurfa jafnframt að greiða ferðakostnað sjálfir en hver þátttakandi fær 50% endurgreitt af ferðakostnaði. 

Nánari upplýsingar veitir Sabína Steinunn landsfulltrúi sabina@umfi.is