Fara á efnissvæði
27. mars 2019

Uppselt á ungmennaráðstefnu

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði fer fram dagana 10. - 12. apríl nk. í Borgarnesi. Þátttakendur ráðstefnunnar eru ungt fólk á aldrinum 16 - 25 ára alls staðar af landinu. Auk ungmenna mæta ráðamenn og starfsfólk ungmennaráða sveitarfélaga.

Markmið viðburðarins er að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi, að einstaklingar geti styrkt sjálfsmynd sína og tekið upplýstar ákvarðanir um eigið líf og lífsstíl.

Ungmennaráð UMFÍ hefur veg og vanda að öllum undirbúningi ráðstefnunnar en jafnframt koma að henni Ungmennasamband Borgarfjarðar og Borgarbyggð. 

Skráning stóð til 26. mars sl. og er orðið uppselt á viðburðinn. 

Viðburðurinn er styrktur af Erasmus+. 

Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar um ráðstefnuna. 

Á mynd smá sjá fulltrúa úr ungmennaráði UMFÍ.

Frá vinstri: Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Thelma Rut Jóhannsdóttir, Karín Óla Eiríksdóttir, Embla Líf Hallsdóttir, Kolbrún Lára Kjartansdóttir, Sveinn Ægir Birgisson og Eiður Andri Guðlaugsson. Fyrir framan: Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir og Guðrún Karen Valdimarsdóttir. Á myndina vantar þau Ástþór Jón Tryggvason og Rebekku Karlsdóttur.