Fara á efnissvæði
17. apríl 2019

Upptökur af fyrirlestrum um aðgerðir gegn ofbeldi

Nú eru fyrirlestrar frá ráðstefnunni „Eru íþróttir leikvangur ofbeldis? Vinnum gegn því“ aðgengilegir á heimasíðu RIG, á Facebook síðu viðburðarins og á Youtube-síðu RIG.

Fyrirlestrana má líka sjá hér að neðan.

Ráðstefnan var vel sótt og allir fyrirlestrarnir þarft innlegg í umræðu um ofbeldi í íþróttum. Við viljum benda á erindi Håvard B. Øvregård, ráðgjafa, sem stýrir vinnu gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi fyrir norska Íþrótta og Ólympíusambandið. Erindið hans er sérstaklega áhugavert fyrir stjórnendur í íþróttahreyfingunni.

Dr. Sandra Kirby var einnig með tvo áhugaverða fyrirlestra. Annar fyrirlesturinn fjallaði almennt um ofbeldi í íþróttum og kom hún inn á nýjust rannsóknir og tölfræði í þessum málaflokki. Hinn fyrirlesturinn fjallaði um íþróttafólk sem er í aukinni hættu á því að verða fyrir ofbeldi (fatlað íþróttafólk, afreksíþróttafólk sem eru börn, hinsegin íþróttafólk).

Fólk er hvatt til að kynna sér efni ráðstefnunnar og nýta það í leik og starfi. Endilega deilið myndböndunum og skapið umfjöllun um ofbeldi í íþróttum í kring um ykkur í íþróttahreyfingunni.

Ráðstefnan var haldin í tengslum við Reykjavik International Games 2019. Að henni stóðu Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Reykjavíkurborg, Ungmennafélag Íslands (UMFÍ), Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Háskólinn í Reykjavík.

 

Upptökur af fyrirlestrunum