Fara á efnissvæði
22. desember 2021

Úthlutað úr Afrekssjóði UMSK

UMSK greiddi í vikunni styrki upp á rúmar 2,5 milljónir króna úr Afrekssjóði til íþróttafólks innan sambandsins sem tekið hefur þátt í mótum á erlendri grund. Sjóðurinn styrkir einungis mót af ákveðnum styrkleika eins og Norðurlandamót, Evrópumót eða Heimsmeistaramót. Einnig eru styrkt verkefni sem eru á vegum landsliða.

Úthlutað er þrisvar sinnum á ári í april, ágúst og desember. Nú í þriðju og síðustu úthlutun á árinu voru veittir styrkir til 97 íþróttamanna úr tíu íþróttagreinum, að því er fram kemur á vefsíðu UMSK.

Afrekssjóður UMSK er myndaður af ákveðnum hluta þeirra tekna sem fengnar eru frá Lottói og úthlutar stjórn UMSK styrkjum samkvæmt umsóknum sem berast.

Í afrekssjóð UMSK geta félög, innan Kjalarnesþings, sótt um styrki fyrir fyrir sína iðkendur

Umsóknir fyrir iðkendur eru opnar íþróttafólki sem tekur þátt í landsliðsferðum, Norðurlandamótum, Evrópumótum, heimsmeistaramótum (innanlands og utan) og Ólympíuleikum. Einnig er opið í sjóðinn fyrir það íþróttafólk sem hefur afrekað eitthvað sérstakt í sinni íþróttagrein. Með sérstökum afrekum er átt við að íþróttamaður hafi verið valinn í úrvalshóp til þátttöku í Olympíu-, Norðurlanda-, Evrópu- eða heimsmeistaramóts.

Allar umsóknir eru metnar hverju sinni af sjóðsstjórn UMSK.

Reglugerð Afrekssjóðs UMSK er að finna HÉR

Hægt er að sækja um í Afrekssjóð HÉR