Vel sótt ráðstefna um konur og íþróttir

Þátttakendur spurðu krefjandi og góðra spurninga á ráðstefnunni Konur og íþróttir, sem fram fór í gær. Ráðstefnan var vel sótt bæði í Háskólanum í Reykjavík og í beinu streymi.
Markmið ráðstefnunnar var að rýna í rannsóknir og niðurstöður af ýmsum toga í málefnum sem varða konur og íþróttir. Af nægu var þar að taka úr vísindasamfélaginu.
Ráðstefnan var haldin í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna sem er í dag, laugardaginn 8. mars. Þetta er annað skiptið sem íþróttahreyfingin stendur fyrir ráðstefnunni sem þessari í tilefni dagsins. Um svipað leyti í fyrra héldu UMFÍ og ÍSÍ ráðstefnu um konur í stjórnum félaga, konur í dómgæslu og konur í þjálfun íþróttafélaga. Núna var skoðað hvað vísindasamfélagið væri að skoða. um konur og íþróttir.
Að ráðstefnunni í gær stóðu ÍSÍ, UMFÍ og Háskólinn í Reykjavík.
Hér má sjá nokkrar myndir frá ráðstefnunni í gær.





