19. maí 2022
Við erum að leita að starfsfólki
Allt að gerast í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni!
Við erum að leita að starfsfólki, matráði og leiðbeinanda.
Hefurðu áhuga á því að vinna með frábæru fólki og æðislegum ungmennum í yndislegu umhverfi? Fríðindi í starfinu er skemmtun, leikir, kajakferðir og allskonar fleira skemmtilegt.
Frábær leiðbeinandi með létta lund. Kostir að hafa:
- Háskólapróf er kostur en ekki skilyrði.
- Brennandi áhugi á því að vinna með ungmennum.
- Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði.
- Gleði og létt lund.
Hress matráður í mötuneyti. Kostir hans verða að vera:
- Ástríða fyrir því að elda góðan og hollan mat á hverjum degi.
- Gleði og hamingja yfir pottum og pönnum.
- Sveigjanleiki í öllum verkefnum.
Allt starfsfólk þarf að uppfylla skilyrði Æskulýðslaga um starf með börnum og hafa hreint sakavottorð.
Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Ungmennabúða UMFÍ, veitir allar upplýsingar um störfin í síma 861 3379.
Þú finnur auglýsinguna á Alfred.is. Umsóknarfrestur er til 31. maí næstkomandi.