01. desember 2021
Við erum við símann!
UMFÍ vekur athygli á því að Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, er í leyfi frá störfum út desember. Starfsfólk UMFÍ veitir allar upplýsingar sem á þarf að halda á meðan leyfi Auðar stendur.
Við erum alltaf við og ræðum við alla um allt á milli himins og jarðar. Sími þjónustumiðstöðvar UMFÍ í Reykjavík er 568 2929.
UMFÍ rekur jafnframt þjónustumiðstöð að Víðigrund 5 á Sauðárkróki. Þar starfar Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri móta UMFÍ.
Það er líka alltaf hægt að senda okkur tölvupóst á netfangið umfi@umfi.is.
Við svörum öllum vel og skemmtilega enda er ungmennafélagsandinn leiðarljósið í öllu starfi okkar.
Góðar stundir og verðum í góðu sambandi!