Fara á efnissvæði
26. ágúst 2024

Við upphaf vetrarstarfs

Þegar vetrarstarf er að fara í gang hjá mörgum félögum minnum við á ábyrgðina sem við öll berum til að gera gott starf enn betra. Mikilvægt að öll þau sem koma að skipulagningu og framkvæmd íþrótta- og æskulýðsstarfs séu upplýst um það til hvers er ætlast af þeim varðandi hegðun og framkomu. Við minnum á að leita má ráða eða leiðsagnar hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs um samskipti.

Við bendum á samkvæmt íþrótta- og æskulýðslögum segir að engan megi ráða til starfa, eða sem sjálfboðaliða, sem hefur hlotið dóm fyrir kynferðisbrot einhvern tíma á lífsleiðinni eða fyrir fíkniefnabrot á síðustu fimm árum. Sömu lög gefa félögum heimild til þess að fletta aðilum upp í sakaskrá til að kanna þessi tvö atriði. Það er mikilvægt að félög sinni þessu vel og því til stuðnings hafa verið útbúnar leiðbeiningar um öflun upplýsinga úr sakaskrá. 

Hér að neðan eru gagnlegir hlekkir með fræðslu gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, gátlista varðandi nýráðningu starfsfólks og sjálfboðaliða ásamt leiðbeiningum varðandi öflun upplýsinga úr sakaskrá. Þar er einnig að finna hlekk á samræmda viðbragðsáætlun íþrótta- og æskulýðsstarfs.

 

Viðbragðsáætlun íþrótta- og æskulýðsstarfs

Leiðbeiningar um öflun upplýsinga úr sakaskrá

Námskeið Æskulýðsvettvangsins