Fara á efnissvæði
31. ágúst 2021

Víkingamótaröðinni lýkur í Heiðmörk

Víkingar mótaröðinni lýkur í Heiðmerkurlandinu laugardaginn 4. september 2021 þar sem NOW Eldslóðin er haldin en hlaupið er frá Vífilstaðasvæðinu í meðfram Vífilstaðavatni inn að Búrfellsgjá og upp að Helgafelli og hringinn í kringum það og svo sem leið liggur til baka en þetta 28km utanvegahlaup en einnig eru í boði vegalengdirnar 5km og 10km. Þá er einnig boðið upp á liðakeppni í 28km vegalengdinni.

Mótaröðin samanstendur af fjórum stórskemmtilegum almenningsíþróttagreinum í hjólreiðum og utanvegahlaupum. Það eru Hengill Ultra, KIA Gullhringurinn, Landsnet MTB og NOW Eldslóðin, sem fer fram nú um helgina.

Skipuleggjendur viðburðanna eru í samstarfi um þá við UMFÍ og komast þeir sem taka þátt í þeim öllum í Víkingasveitina svokölluðu.

UMFÍ heldur utan um árangur þeirra sem taka þátt í öllum mótum sumarsins. Þeir þátttakendur sem ná þeim áfanga fá verðlaun í lok sumars.

Öll eiga mótin eiga það sameiginlegt að hlaupa- og hjólaleiðir eru valdar út frá náttúrufegurð, allar vegalengdir henta byrjendum og áhugafólki en líka fremsta íþróttafólki landsins. Vígorð keppnanna er: „Allir keppa, allir vinna og allir velkomnir“ og eru þær því einhverskonar sumarhátíð keppenda af öllum styrkleikum. Öll eru mótin skipulögð sem fjölskylduvænir viðburðir og afþreying utan um íþróttakeppnir með það að leiðarljósi að mótin sé einnig skemmtun fyrir bæði þátttakendur og fjölskyldur þeirra sem og almenna áhorfendur.

Á myndinni hér að ofan má sjá hópinn sem lauk fyrir Víkingamótaröðinni, sem fór fram á síðasta ári, og skipuleggjendur.

Allar nánari upplýsingar:
vikingamot.is

https://netskraning.is/eldslodin/

https://www.facebook.com/eldslodin