Vilt þú hafa áhrif á annað ungt fólk?
Ungmennaráð UMFÍ auglýsir eftir ungu fólki á aldrinum 16 - 25 ára til starfa í ráðið.
Ungmennaráð UMFÍ er umræðu- og samstarfsvettvangur ungmenna innan UMFÍ sem vill láta rödd sína heyrast í samfélaginu. Ungmennaráð UMFÍ vinnur náið með stjórn UMFÍ í málefnum sem snerta ungt fólk. Stærsta verkefni ráðsins ár hvert er ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði.
Ungmennaráð UMFÍ er skipað níu ungmennum af öllu landinu. Ráðið leggur ríka áherslu á jafna skiptingu kynja, aldursdreifingu og búsetu. Fundir eru öllu jafna einu sinni í mánuði.
Skipað er í ráðið til tveggja ára í senn.
Ef þú ert 16 - 25 ára, hefur áhuga á málefnum ungs fólks og reynslu af því að vinna í ungmennaráði þá hvetjum við þig til þess að sækja um.
Umsóknarfrestur er til 27. september 2019.
Smelltu hér til þess að sækja um.
Öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar um Ungmennaráð UMFÍ veitir Ragnheiður, landsfulltrúi UMFÍ. Þú getur sent henni fyrirspurnir á netfangið ragnheidur@umfi.is