Fara á efnissvæði
13. september 2017

Viltu hafa áhrif í Ungmennaráði UMFÍ?

Ungmennaráð UMFÍ auglýsir eftir ungu fólki á aldrinum 16 – 25 ára til starfa í ráðinu. Ungmennaráð UMFÍ er umræðu- og samstarfsvettvangur ungmenna innan UMFÍ sem vill láta rödd sína heyrast.

Ungmennaráð UMFÍ vinnur með stjórn UMFÍ í málefnum sem snerta ungt fólk. Stærsta verkefni Ungmennaráðs UMFÍ ár hvert er ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði. Á myndinni hér að ofan má einmitt sjá Ungmennaráð UMFÍ með gestum á síðustu ráðstefnu Ungmennaráðsins.

Ungmennaráð UMFÍ er skipað níu ungmennum af öllu landinu. Ráðið leggur áherslu á jafna skiptingu kynja, aldursdreifingu og búsetu. Fundir eru haldnir einu sinni í mánuði.

Skipað er í ráðið til tveggja ára í senn. Áhugasamir hafið samband við Sabínu Steinunni, sabina@umfi.is eða síma 898-2279.

Umsóknarfrestur er til 22. september nk. Í umsókn þarf að koma fram helstu upplýsingar um umsækjenda og svar við spurningunni: Af hverju vilt þú starfa í Ungmennaráði UMFÍ?
Save