Fara á efnissvæði
12. apríl 2021

Viltu koma á stefnumót UMFÍ í vikunni?

Við minnum sambandsaðila UMFÍ á þau rafrænu stefnumót sem framundan eru. Tvö stefnumót eru á dagskrá í vikunni en þar verða drög að uppfærðri stefnu UMFÍ kynntar og þau borin undir þátttakendur. Að auki verður leitað eftir hugmyndum um áherslur í starfi UMFÍ og hverjar þarfir grasrótarinnar eru.

Framundan eru stefnumót með sambandsaðilum UMFÍ á Norðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum í þessari viku.

Sjá má neðar skipulagningu og dagsetningu stefnumótanna sem eru á dagskrá fram í næstu viku.

 

Raddir allra geta hljómað

Á stefnumótinu mun Hrönn Pétursdóttir ráðgjafi kynna ferlið og stefnudrögin. Að því loknu verður þátttakendum skipt upp í umræðuhópa (break out room á Zoom) og verður þar tryggt að allir fái tækifæri til þess að koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri. Í lokin munu umræðustjórar fara yfir örsamantekt frá hópunum og Hrönn kynnir hvernig framhaldið verður á stefnumótunarvinnunni.

Umræðustjórar eru fulltrúar úr stjórn UMFÍ og starfsfólk UMFÍ.

Stefnumótunin mun skilgreina starf UMFÍ á næstu árum og er því mikilvægt að sem flestir taki þátt í þessari vinnu. Við hvetjum sérstaklega stjórnendur íþróttahéraða, aðildarfélaga og deilda til að taka þátt í fundunum og koma skoðunum sínum á framfæri um það sem þið teljið að UMFÍ geti gert til að styðja betur við starf íþróttahéraða og félaga. Við leitumst eftir því að heyra raddir sem flestra og því hvetjum við einnig þjálfara, foreldra, ungmenni, sjálfboðaliða og alla aðra sem vilja til að taka þátt í fundinum.

Viðburðurinn fer fram í gegnum ZOOM-forritið og fá allir skráðir þátttakendur sendan hlekk sama dag og hann verður haldinn.

Við hlökkum til að ræða við ykkur og hvetjum ykkur til þess að virkja ykkar fólk í nærumhverfinu til þátttöku á fundum UMFÍ.

 

Upplýsingar um næstu fundi

 

Allar upplýsingar um komandi fundi er einnig að finna hér: https://www.umfi.is/verkefni/stefnumotun-2021/