Fara á efnissvæði
08. janúar 2018

Viltu verða framkvæmdastjóri UÍA?

Stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) auglýsir eftir framkvæmdastjóra. Ester S. Sigurðardóttir, sem er framkvæmdastjóri UÍA í dag, óskaði í lok nýliðins árs að láta af störfum. Hún hverfur til annarra starfa með vorinu.


UÍA leitar að drífandi einstaklingi sem þarf að annast allan daglegan rekstur sambandsins. Þar á meðal er skipulagning viðburða, umsjón með fjármálum, samskipti við aðildarfélög og stefnumótun í samráði við stjórn UÍA.

Hæfniskröfur:

Menntun sem nýtist í starfi, reynsla af viðburðastjórnun og þekking á rekstri, bókhaldi og markaðsstarfi er kostur.

Umsóknarfrestur er til og með 25. janúar.

Umsóknir sendist á uia@uia.is.

Upphaf starfstíma og framtíðarstaðsetning skrifstofu UÍA er samkomulagsatriði milli nýs framkvæmdastjóra og stjórnar.

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Gunnarsson formaður UÍA í síma 848-1981.