Viltu vinna hjá UMFÍ í sumar?
Ertu að læra ljósmyndun og langar að bæta þig sem íþróttaljósmyndari eða tónleikaljósmyndari? Dreymir þig um að verða viðburðastjóri, vinna við stór mót, finnst æðislegt að vinna með börnum eða komast í sögulegu djásnin í geymsum Ungmennafélags Íslands?
UMFÍ er um þessar mundir að auglýsa nokkur gríðarlega spennandi störf fyrir námsmenn í sumar. Þetta er liður í átaki stjórnvalda að skapa námsmönnum störf í sumar. Ráðningatíminn er tveir og hálfur mánuður.
Þetta er frábært tækifæri fyrir námsmenn sem vilja vinna við það sem þeir eru að mennta sig í, vilja verða þeir verða stórir eða bara langar bara að prófa.
Störfin eru þessi
- Ljúfur stuðbolti á Laugarvatni: Við leitum að nemanda í félags- og tómstundafræðum til að vinna í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni í sumar. Í búðunum fara fram fjölbreyttar sumarbúðir og æfingabúðir íþrótta- og ungmennafélaga í sumar. Verkefni eru bæði úti og inni ásamt skipulagsvinnu, úrvinnslu og öðrum tilfallandi störfum.
Lesa meira um starfið, lýsingu á því og kröfur
- Skipulagði ferðaþyrsti mótahaldarinn: Vinna við viðburði og mótahald. UMFÍ stendur fyrir allskonar stórum og smáum og stórskemmtilegum viðburðum og leitar nú tveggja námsmanna til að vinna við viðburðina í sumar. Í starfinu felst aðstoð við viðburði á vegum UMFÍ sumarið 2021. Á meðal móta UMFÍ í sumar eru Unglingalandsmót á Selfossi, Landsmót 50+ í Borgarnesi og ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði. Starfið felur líka í sér smærri viðburði og uppákomur og kynningar um allt land ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Þetta er starf fyrir þá sem vilja vinna við skipulagningu viðburða í framtíðinni, mótahald og líka þá sem vilja læra meira.
Lesa meira um starfið, lýsingu á því og kröfur
- Æðislegur ljósmyndari og samfélagsmiðlastjóri: UMFÍ leitar að þremur ljósmyndurum og samfélagsmiðlastjórum. Í starfinu felst að taka ljósmyndir og myndbönd á viðburðum UMFÍ og aðildarfélögum ásamt því að vinna með það á ýmsan hátt. Efnið verður nýtt í útgáfu- og fræðsluefni UMFÍ. Viðkomandi mun líka vinna við samfélagsmiðla UMFÍ í tengslum við viðburði ásamt tilfallandi verkefnum.
Lesa meira um starfið, lýsingu á því og kröfur
- Talnaglöggur einstaklingur með áhuga á íþróttum: UMFÍ leitar gagnanörda eða hagfræðinema sem getur tekið saman og unnið úr ýmsum tölfræðilegum gögnum sem tengja ungmennafélagshreyfingunni og íþróttum, fjölda iðkenda, aldri, hefur auga fyrir því að greina efnahagsleg áhrif íþrótta og sjá bæði samhengi gagna við samfélagið og allskonar annað notagildi.
Lesa meira um starfið, lýsingu á því og kröfur
- Handbókahöfundur sem finnt gaman að grúska: Í starfinu felast ýmsum verkefni sem tengjast starfi UMFÍ. Um er að ræða gerð handbóka og verkferla auk þess að flokka ljósmyndir og söguleg gögn sem tengjast UMFÍ og rúmlega 100 ára sögu ungmennafélagshreyfingarinnar.
Lesa meira um starfið, lýsingu á því og kröfur
Svona eru skilyrðin fyrir umsókn
- Þú þarft að vera 18 ára á árinu eða eldri til að geta sótt um sumarstörf.
- Þú þarft að vera námsmaður að vori 2021 og/eða hausti 2021.
- Þú þarft að skila staðfestingu til atvinnurekanda frá skóla að þú sért í námi.
- Til þess að sækja um starf hjá UMFÍ skráirðu þig með rafrænum skilríkjum á island.is.
- Þar skráir þú inn grunnupplýsingar um þig sem fylgja með öllum umsóknum þínum um starf sem auglýst eru.
- Allir umsækjendur þurfa að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru um störfin samkvæmt íþrótta- og æskulýðslögum varðandi sakavottorð.