Fara á efnissvæði
07. nóvember 2019

Vissuð þið af breyttum íþróttalögum

UMFÍ vekur athygli stjórnar og forsvarsmanna íþrótta- og ungmennafélaga á að íþróttalögum var breytt í vor í tengslum við lög um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Samkvæmt viðbót við Íþróttalögin er óheimilt að ráða til starfa fólk sem hefur hlotið refisdóm vegna kynferðis- og önnur ofbeldisbrot auk brota gegn lögum um ávana- og fíkniefni á síðastliðnum fimm árum. Ákvæðið nær jafnt til starfsfólks og sjálfboðaliða sem falin er umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri. 

Sem dæmi felur þetta ákvæði í sér að áður en ferðir eru farnar með foreldra barna sem umsjónaraðila verður að framvísa sakavottorði viðkomandi. Við hjá UMFÍ höfum upplifað að margir hafa óskað eftir sakavottorðum í tengslum ráðningu á þjálfurum. En við vekjum einnig athygli á því að ákvæðið hefur mun víðtækari áhrif á starfsemi félaganna.

UMFÍ áréttar mikilvægi þess að auðvelda úrvinnslu og opna aðgengi að upplýsingum um starfsfólk og umsækjendur um störf með börnum. UMFÍ á í samskiptum við yfirvöld um að auðvelda þurfi aðgengi félaganna að sakaskrá og sakavottorðum. Rafræn skráning sakavottorða er lykillinn að því, auðveldar starfið og gerir stjórnendum kleift að ráða starfsfólk og sjálfboðaliða sem hæfa börnum.

Sambandsaðilar UMFÍ og aðildarfélög þeirra eru hvött til þess að óska eftir samþykki starfsmanna um heimild til að leita eftir upplýsingum hjá Sakaskrá ríkisins. Eyðublað þessa efnis er bæði á íslensku og ensku.

Útfyllt eyðublað sendist til Auðar Ingu, framkvæmdastjóra UMFÍ á netfangið audur@umfi.is. UMFÍ sendir skjalið til Sakaskrá, félaginu að kostnaðarlausu.  

Hér er hægt að opna eyðublaðið í Word 

The form in English.


Lesa meira: Íþróttalög og lög um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs

 

Ertu ekki áskrifandi að fréttabréfi UMFÍ? Það er ókeypis og fræðandi. Þú getur smellt hér á eftir og fengið þetta brakandi fína fréttabréf í pósthólfið: Gerast áskrifandi að fréttabréfi UMFÍ