Félagsmálafræðsla
Við hjá UMFÍ höfum uppfært hagnýtar upplýsingar um fundi, hlutverk og ábyrgð stjórnarfólks, framkomu og ræðumennsku. Í efninu er meðal annars svör við spurningum um það hvernig á að boða til aðalfundar, útskýrt hver hlutverk stjórnar eru, hvernig á að byggja upp og móta ræðu, bera fram tillögur á fámennum þingum og fjölmennum og þar fram eftir götunum. Við vonum að upplýsingarnar komi sér vel.
Ef eitthvað er óljóst er velkomið að hafa samband við þjónustumiðstöð UMFÍ.

Myndbönd
Undirbúningur og boðun funda
Ert þú að fara að halda fund? Í myndbandinu er að finna hagnýtar upplýsingar um hvernig heppilegast er að haga undirbúningi fundar og hvernig árangursríkast er að boða fólk á fund.
Dagskrá funda og fundarsetning
Í myndbandinu er að finna hagnýtar upplýsingar um dagskrá funda og fundarsetningu.
Hlutverk fundarstjóra og ritara á almennum fundum
Í myndbandinu er að finna hagnýtar upplýsingar um hlutverk fundarstjóra og ritara á almennum fundum.
Hlutverk fundarstjóra á aðalfundi
Í myndbandinu er að finna hagnýtar upplýsingar um hlutverk fundarstjóra á aðalfundum.