Samfélög nútímans eru í stöðugri þróun og þau eru sífellt að verða fjölbreyttari, meðal annars með tilliti til uppruna, þjóðernis, menningar, trúar- og lífsskoðana. Vegna aukinnar alþjóðavæðingar hefur hreyfanleiki fólks aukist til muna og því eru flest samfélög orðin mun fjölbreyttari en áður var og eru því skilgreind sem fjölmenningarsamfélög.
Öll börn og ungmenni eiga rétt á því að taka þátt í íþrótta- og æskulýðsstarfi án þess að vera mismunað vegna uppruna, þjóðernis, húðlitar, menningar, trúar- og lífsskoðana eða annarra mismununarþátta.
Hér má sjá ýmis verkfæri fyrir íþrótta- og æskulýðsfélög og aðra sem starfa með börnum og ungmennum.