Fara á efnissvæði

Reykjum Hrútafirði

Sumarbúðir 2025

Skrá mig í Sumarbúðir

Greiðsla og skráning í Sumarbúðir UMFÍ 2025 fer fram í gegnum Abler.

Skrá hér í sumarbúðir

Sumarbúðir á Reykjum

Hvernig hljómar að verja viku með vinum í hreyfingu og útiveru á Reykjum í Hrútafirði? Sumarbúðir UMFÍ eru hugsaðar fyrir börn fædd 2012 og 2013. Í búðunum fá þátttakendur tækifæri til þess að efla leiðtogahæfni og vinna með styrkleika sína og sjálfsmynd. Unnið er í nánasta umhverfi, fjörunni og þeirri náttúru sem umlykur Reyki. Einnig er íþróttahús og sundlaug á svæðinu. 

Hvernig fara búðirnar fram?

Þátttakendur koma á Reyki á mánudegi og fara heim á fimmtudegi. Við komuna á Reyki er þátttakendum skipt upp í herbergi og farið yfir dagskrá og fyrirkomulag. Fjölbreytt dagskrá er alla vikuna þar sem útiveru, hreyfingu, samvinnu og samveru er fléttað inn í alla dagskrá. Næsta umhverfi búðanna er nýtt eins og kostur er en eins er íþróttahús og sundlaug á staðnum. Starfsfólk sumarbúðanna býr yfir mikilli reynslu af því að vinna með ungmennum þar sem þau vinna öll í skólabúðum UMFÍ sem fara fram á staðnum yfir vetrartímann.

 

Tímasetningar

Sumarbúðunum er skipt upp í stelpur og strákar.  

  • Strákar 10. júní - 13. júní 2025.
  • Stelpur 16. júní - 19. júní 2025.

Verð

Verð fyrir dvölina er 80.000 kr. 

Nánari upplýsingar

Hægt er að hafa samband við Sigurð Guðmundsson, forstöðumann á Reykjum fyrir nánari upplýsingar. Netfang siggi@umfi.is Símanúmer: 861 3379.