Konur og íþróttir, forysta og framtíð
Í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars stóðu UMFÍ og ÍSÍ fyrir ráðstefnunni Konur og íþróttir, forysta og framtíð. Á ráðstefnunni voru konur í fyrsta sæti. Konur í stjórnum félaga, konur í dómgæslu og konur í þjálfun. Rætt var um helstu áskoranir sem konur í íþróttum standa frammi fyrir og þau tækifæri sem þeim bjóðast. Rætt var um mikilvægi þess að konur séu áberandi í forystu í íþróttahreyfingunni. Átti það við um þátttöku í stjórnum íþróttafélaga, í ráðum og nefndum, dómgæslu eða þjálfun á afreksstigi.
Erindi ráðstefnunnar

Setningarávarp
Olga Bjarnadóttir, 2. varaforseti ÍSÍ.

Eru einhverjar áskoranir kvenna í forystu íþrótta?
Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Ferðalagið innan knattspyrnuheimsins
Klara Bjartmarz, fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ.

Tækifæri til að hafa áhrif
Hulda Bjarnadóttir, forseti Golfsambands Íslands.

Að fóta sig í dómgæslu
Bríet Bragadóttir, alþjóðlegur knattspyrnudómari

Segðu já!
Erna Héðinsdóttir, dæmir á Ólympíuleikunum í París í lyftingum.

Mikilvægi dómgæslu í keppnisíþróttum
Hlín Bjarnadóttir, dæmir á Ólympíuleikunum í París í áhaldafimleikum

Hvernig breytum við leiknum?
Hulda Mýrdal, stofnandi Heimavallarins.

Hvenær borðið þið eiginlega?
Díana Guðjónsdóttir handboltaþjálfari.

Að þjálfa konur vs karla, er einhver munur?
Gunnar Páll Jóakimsson frjálsíþróttaþjálfari.

Konur í þjálfun og þjálfun á konum í knattspyrnu
Lára Hafliðadóttir, Hagsmunasamtök kvenna í knattspyrnu.

Áfram veginn! Ör samantekt
Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.
Pallborðsumræða
Til viðbótar við erindi fór fram pallborðsumræða. Ragnhildur Skúladóttir, sviðsstjóri fræðslu- og almenningíþróttasviðs ÍSÍ leiddi umræðuna. Gestir voru þau: Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri FSÍ, Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, Guðmunda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ÍA, Klara Bjartmarz, fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ og Hulda Bjarnadóttir, formaður GSÍ.
Hægt er að horfa á pallborðið með því að smella á HÉR.
Hægt að horfa á alla ráðstefnuna með því að smella á myndina hérna fyrir neðan.