Dagur, tími og staðsetning
Dagsetning: Fimmtudagur 6. júní.
Tími: 20:00 - 22:00.
Staðsetning: Stóru-Vogaskóli.
Mæting kl. 19:45.
Kynja- og aldursflokkur
Einn kynjaflokkur 18 ára og eldri.
Keppnisfyrirkomulag / reglur
Fyrirkomulag:
Fer eftir fjölda en keppendum skipt í riðla.
Eftir því hversu margir riðlar verða, verður ákveðið hvort sá efsti komist áfram eða tveir svo hægt sé að hafa átta manna úrslit hið minnsta.
Þetta ákveðið eftir fjölda keppenda.
Keppendur skrifa nöfn sín á miða og dregið í riðla.
Allir spila við alla innan riðils.
Vinna þarf eina kasínu í átta manna og undanúrslitum.
Vinna þarf tvær kasínur í úrslitum.
Reglur spils:
Dregið um hvor byrjar að gefa, efra spilið vinnur þar sem Spaðaásinn er hæstur.
Sá sem tapar byrjar að gefa.
Í úrslitaspili þar sem vinna þarf tvær kasínur, skiptast keppendur á að byrja að gefa. Ef staðan er 1-1, skal dregið aftur um hvor byrji að gefa í úrslitaspilinu.
Sá sem er á undan upp í 21 er sigurvegari.
Stigagjöf:
- Tígultía = 5 stig
- Spaðatvistur = 2 stig
- Ás = 1 stig
- Fleiri spil á hendi í lok spils = 1 stig
- Fleiri spaðar á hendi í lok spils = 1 stig
- Að ná síðasta slag = 1 stig
Ef jafnt er 21-21 í lok spils, er sigurvegari ákvarðaður eftir því hver er með flesta spaða (spaðinn, spilinn seinasti).