Fara á efnissvæði

Keppnisgreinar 2024

Línudans

Dagur, tími og staðsetning

Dagsetning: Föstudagur 7. júní.
Tími: 19:00 - 19:30
Staðsetning: Íþróttamiðstöð / íþróttasalur 

Mæting klukkan 18:00. Athugið að það er breyting frá upprunalegri dagskrá. 

 

Kynja- og aldursflokkar

Einn kynjaflokkur, 50 ára og eldri. 

 

Keppnisfyrirkomulag / reglur

Fyrirkomulag:
Keppni í línudönsum er hópakeppni. 
Hópur telst 5 einstaklingar eða fleiri. 
Ekki er gert ráð fyrir að þurfi að takmarka stærð hópa en mótshaldara er heimilað setja reglur í þessu efni.
Keppt skal í tveimur dönsum að eigin vali. 

Reglur:    
Dansað skal að hámarki 2 mínútur í hvorum dansi. 
Tónlist liðanna þarf að berast sérgreinastjóra eigi síðar en 4 klst. fyrir keppni 
Dómarar skulu vera þrír og hafa gott sjónarhorn yfir dansgólfið.  
Gefin eru stig fyrir átta atriði sem eru að finna á dómaraeyðublöðum.                                                                                      
Að stigagjöf lokinni skulu dómarar afhenda keppnisstjóra gögnin. 
Keppnisstjóri fer yfir gögnin í viðurvist liðstjóra hópanna.
Hendur keppenda mega ekki snerta gólf.
Spörk mega ekki fara yfir mjaðmahæð.
Gæta skal hófs í klæðnaði þ.e.a.s. keppnisfatnaður þarf að vera samstæður og snyrtilegur, með eða án hatta.