Fara á efnissvæði

Keppnisgreinar 2024

Ringó

Dagur, tími og staðsetning

Dagsetning: Föstudagur 7. júní
Tími: 15:00 - 18:00. 
Staðsetning: Íþróttamiðstöð / íþróttasalur. 

Mæting klukkan 14:30.

Mjög góð skráning er í Ringó. Búið er að skipta liðum upp í tvo riðla.

Leikinn verður einn leikur í einu upp í 25 stig. 

Efsta lið í riðli 1 og efsta lið í riðli 2 leika síðan einn úrslitaleik um gullið.
Liðin í öðru sæti í báðum riðlum fá síðan bæði bronsverðlaun.

Riðill 1

  • Glóð 1
  • HSK 2
  • USVH
  • UMSB

Riðill 2

  • Glóð 2
  • Glóð 3
  • HSK A
  • USVH 2

Leikjaniðurröðun

Leikur 1 HSK 2 USVH
Leikur 2 Glóð 2 Glóð 3
Leikur 3 Glóð 1 UMSB
Leikur 4 HSK A USVH 2
Leikur 5 HSK 2 UMSB
Leikur 6 Glóð 2 HSK A
Leikur 7 Glóð 1 USVH
Leikur 8  Glóð 3 USVH 2
Leikur 9 USVH UMSB
Leikur 10 Glóð 3 HSK A
Leikur 11 Glóð 1 HSK 2
Leikur 12 Glóð 2 USVH 2
Leikur 13 Úrslitaleikur  

 

 

Kynja- og aldursflokkar

  • Blandaður kynjaflokkur 50 ára og eldri.

 

Keppnisfyrirkomulag / reglur

Mögulegt er að skrá sig sem einstakling í Ringó og verður þá búið til blandað lið. 

  1. Tvö lið spila hvort á móti öðru. Fjöldi í liði eru sjö leikmenn að hámarki og fjórir spila inná í einu. 

  2. Spilað er með tvo hringi. Gefið er merki og bæði lið gefa upp samtímis frá baklínu. Þeir tveir sem gefa upp gefa sjálfir hvor öðrum merki. 

  3. Hver leikmaður gefur upp þrisvar sinnum. Síðan færa leikmenn sig um eina stöðu samtímis báðum megin, réttsælis. 

  4. Hringnum skal kasta lárétt. Ef hringnum er kastað lóðrétt eða hann "flaskar" er hringurinn dauður. Lið getur fengið tvö stig þegar báðir hringir liggja á velli mótspilara, eitt stig þegar það er einn hringur á báðum völlum. 

  5. Hringinn má aðeins grípa með annarri hendi, ef báðar hendur snerta hringinn er hann dauður. 

  6. Það er almennt ekki leyft að spila saman. Það mega líða að hámarki 3 sek. áður er hringnum er spilað (kastað). Ekki er leyfilegt að ganga með hringinn í hendi. 

  7. Hver leikur er spilaður upp í 25, með minnst tveggja stiga mismun. 

  8. Ef tvö eða fleiri lið eru jöfn að stigum er horft til eftirfarandi:
  • Fjöldi skoraðra stiga. 
  • Stigamismunur.  
  • Innbyrgðis viðureign.