Fara á efnissvæði

Landsmót UMFÍ 50+

Upplýsingar

Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman.

Mótið verður haldið í Vogum á Vatnsleysuströnd dagana 6. - 9. júní og er það opið öllum sem verða 50 ára á árinu og eldri. Einnig verða í boði greinar fyrir yngri þátttakendur. Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í íþróttafélag, allir geta tekið þátt og á sínum forsendum.

Mótsgjald

Þátttökugjald er 5.500 kr.

Mótsstaður

Mótið verður haldið í Vogum á Vatnsleysuströnd dagana 6. – 9. júní 2024 í samstarfi við Ungmennafélagið  Þrótt Vogum og Sveitarfélagið Voga.

Mótssvæði

Mótið fer fram á tiltölulega litlu svæði sem er í hjarta bæjarins. Íþróttavöllur, sundlaug og íþróttahús er allt í göngufæri.

Dagskrá

Mótið hefst á fimmtudegi með nokkrum keppnisgreinum en síðan verður föstudagur, laugardagur og sunnudagur undirlagðir með keppnisgreinum. Landsmóti UMFÍ 50+ lýkur síðan um miðjan sunnudag.

Keppnisgreinar

Keppt verður í allskonar greinum - en svo eru allir velkomnir að koma og prófa og taka þátt í hinu og þessu. 

Greinar mótsins eru: boccia, borðtennis, brennibolti, bridds, frisbígolf, frjálsar íþróttir, golf, hjólreiðar, kasína, línudans, petanque, píla, pútt, pönnukökubakstur, ringó, skák, stígvélakast, strandarhlaup og sund. 

Tjaldsvæði

Tjaldsvæði er afskaplega vel staðsett, nálægt íþróttahúsinu og þaðan er göngufæri í flestar keppnisgreinar.

Mótsstjórn

Mótsstjórn verður íþróttahúsinu. Þar verður tekið á móti mótsgestum og þar fá þeir mótsgögn afhent. Við stöndum vaktina í mótsstjórninni og verðum þar til að svara spurningum ef einhverjar vakna.

Nánari upplýsingar

Framkvæmdastjóri mótsins er Ómar Bragi Stefánsson. Netfang omar@umfi.is Sími 8981095

Skrá mig á Landsmót UMFÍ 50+

Skráningafrestur er liðinn á mótið. Ekki þarf að skrá sig sérstaklega til þess að taka þátt í opnum greinum, bara mæta og hafa gaman! Ef þú ert með spurningu er hægt að senda tölvupóst á netfangið umfi@umfi.is.

Skrá mig til leiks!