Fara á efnissvæði

Aldurs- og kynjaflokkar

  • Stelpur 11 - 14 ára 
  • Strákar 11 - 14 ára
  • Stelpur 15 - 18 ára
  • Strákar 15 - 18 ára

 

Keppnisfyrirkomulag

Keppendur mæta við Skálpastaðarskóg í Skorradal ekki síðar en hálftíma fyrir ræsingu og fá öryggisvesti og tímaflögu.

Hringurinn er 1.6 km. Það verða settar upp hindranir á leiðinni. Klifur er frekar stutt en svoldið bratt í byrjun.

Yngri flokkur (11 - 14 ára) hjólar tvo hringi.
Eldri flokkur (15 - 18 ára) hjólar þrjá hringi.

Ræsing

  • Kl. 11:00 Yngri flokkur. Stelpur og strákar
  • Kl. 12:00. Eldri flokkur. Stelpur og strákar

 

Keppnisfyrirkomulag / reglur

  • Keppendur eru á eigin ábyrgð í keppninni.
  • Allir keppendur fá afhent öryggisvesti með númeri og verða að hjóla í því allan tímann með númerið vel sýnilegt.
  • Keppendur skulu ávalt sýna ýtrustu varúðar þegar farið er framúr öðrum keppanda. 
  • Allir keppendur skulu hjóla með reiðhjólahjálm á meðan á keppni stendur. Skal hann passa vel á höfuð og sitja rétt á höfði. 
  • Reiðhjólið skal hafa fram- og aftur bremsur í lagi auk alls annars öryggisbúnaðar.
  • Hjóla skal alla leiðina á sama hjóli. Keppandi má þó skipta um hluti ss. dekk, slöngur og gjarðir í keppni.
  • Utanaðkomandi aðstoð er ekki leyfð.
  • Öll venjuleg reiðhjól eru leyfileg í keppninni, en gæta skal að búnaður á því, t.d. standari, bögglaberi, bretti o.s.frv. sé vel festur, og af búnaðinum stafi ekki hætta fyrir aðra keppendur.
  • Hjólið skal drifið af mannafli, en ekki raforku, eða öðrum hreyflum.
  • Keppandi má ekki með hegðun sinni stofna öðrum keppendum eða vegfarendum í hættu. Keppendur skulu ávallt sýna af sér íþróttamannslega hegðun.
  • Ef aftasti keppandi er hringaður af fremsta/stu keppenda/um ber honum að víkja við fyrsta örugga tækifæri. 
  • Við brot á ofangreindum reglum má vísa keppanda úr keppni. 

Brautarskoðun verður ekki formleg en brautin verður merkt daginn fyrir keppni.
Þar sem brautin er um útivistarsvæði ber að taka tillit til gangandi við brautarskoðun.