Aldurs- og kynjaflokkar
Smelltu hér fyrir upplýsingar um tímasetningar og úrslit
Einn kynjaflokkur
Einstaklings og liðakeppni
- 11 - 12 ára
- 13 - 14 ára
- 15 - 18 ára
Tímasetningar
11 - 12 ára – mæting kl 15:40: keppni hefst kl 16:00 - 17:00.
13 - 14 ára – mæting kl 16:40: keppni hefst kl 17:00 - 18:00.
15 - 18 ára – mæting kl 17:40: keppni hefst kl 18:00 - 19:00.
Þema keppninnar er ÍSLAND
Keppnisfyrirkomulag/reglur
- Þátttakendur fá tilbúna hringlaga botna á staðnum og þar verður einnig ýmiskonar hráefni til staðar.
- Þátttakendum er ekki heimilt að koma með sitt eigið skraut og nammi.
- Ekki er heimilt að koma með auka kökubotn.
- Keppendur þurfa að koma með áhöld með sér að heiman.
- Kökurnar eru settar á pappadiska.
- Keppendur fá 40 mínútur til að vinna að skreytingunni.
- Hægt er að keppa sem einstaklingar eða í tveggja manna liðum og veitt eru verðlaun hvoru tveggja í flokki einstaklinga og lið flokki.
- Dæmt verður eftir útliti, frumleika og góðum hugmyndum.
- Einnig er tekið tillit til frágangs og umgengni á vinnusvæði ásamt nýtingu á hráefni.
Keppendur fá á staðnum
- Einn hringlaga kökubotn, um 16 cm í þvermál.
- Smjörkrem, hvítt krem.
- Liti til að lita krem, gott er að hafa skál og skeið til að blanda.
- Plastsprautur
- Kökuskraut.
Keppendur (þurfa) að koma með
- Áhöld til skreytinga sem henta hverjum og einum t.d. stútar, sprautur, sleikjur, skeiðar, hnífar, skæri, gafflar og hvers kyns skreytingatól.
- Ekki er heimilt að vera með tilbúnar myndir til skreytinga.
Úrslit
Úrslit birtast HÉR.