Hver erum við?
Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Innan UMFÍ eru 26 sambandsaðilar. Félögin eru 450, nærri því öll íþrótta- og ungmennafélög á Íslandi. UMFÍ skapar aðstæður þar sem gleði og samvinna eflir íþrótta- og æskulýðsstarf um allt land.
Lesa meiraSambandsaðilar
26
Félög
450
Félagsmenn
290.000
Fréttir

01. september 2025
Uppbókað í Skólabúðir á Reykjum
„Allir voru ánægðir sem komu í vikunni og kennararnir himinlifandi yfir endurbættri aðstöðu. Veðrið var líka svo gott, brakandi blíða og spegilsléttur hafflötur í Hrútafirði,“ segir Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Skólabúða UMFÍ á Reykjum. Fyrsti nemendahópurinn dvaldi á Reykjum í vikunni í fjóra daga.

29. ágúst 2025
54. sambandsþing UMFÍ í október
54. sambandsþing UMFÍ verður haldið á Fosshóteli Stykkishólmi dagana 10. – 12. október næstkomandi. Á þinginu er kosið til stjórnar, lagðar fram tillögur að ýmsum málum og margt fleira. Þetta verður fyrsta þing fulltrúa ÍBV sem sambandsaðilar UMFÍ.

25. ágúst 2025
Besta ákvörðunin að fara í lýðháskóla
Ólöf María Guðmundsdóttir kvaddi fjölskyldu sína í Önundarfirði í byrjun árs og fór í lýðháskóla í Danmörku. Hún segist hafa orðið sjálfstæðari úti og miklu öruggari en áður.

Skráðu þig á póstlista og fylgstu með!
Takk fyrir að skrá þig á póstlista UMFÍ