Hver erum við?
Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Innan UMFÍ eru 26 sambandsaðilar. Félögin eru 450 og eru það öll íþrótta- og ungmennafélög á Íslandi. UMFÍ skapar aðstæður þar sem gleði og samvinna eflir íþrótta- og æskulýðsstarf um allt land.
Lesa meiraSambandsaðilar
26
Félög
450
Félagsmenn
290.000
Fréttir

14. október 2025
Nýjasti Skinfaxi kominn út: Hvað kostar að æfa íþróttir?
Æfingagjöld íþróttafélaga landsins eru ærið misjöfn. Í nýjasta tölublaði Skinfaxa, tímariti UMFÍ, má sjá dæmi um æfingagjöld hjá aðildarfélögum innan UMFÍ um allt land. Við samantektina er horft til greiðslu gjalda fyrir 12 ára barn.

13. október 2025
Sigurbjörn Árni er nýr Matmaður UMFÍ
Skólameistarinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson er matmaður UMFÍ. Hann lét til sín taka í matmálstímum á Sambandsþingi UMFÍ og pantaði sér skyndibitamat eftir veislumáltíð. Hann bað samt bæði kokk og þjóna afsökunar á hátterni sínu.

11. október 2025
Ný stjórn UMFÍ
Töluverðar breytingar urðu á stjórn UMFÍ í gær þegar sjö nýir stjórnarmenn af ellefu voru kosnir í hana. Formaður UMFÍ var sjálfkjörinn en hann gaf einn kost á sér í embættið. Kosið er í stjórn UMFÍ á tveggja ára fresti.

Skráðu þig á póstlista og fylgstu með!
Takk fyrir að skrá þig á póstlista UMFÍ