Hver erum við?
Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Innan UMFÍ eru 26 sambandsaðilar. Félögin eru 450, nærri því öll íþrótta- og ungmennafélög á Íslandi. UMFÍ skapar aðstæður þar sem gleði og samvinna eflir íþrótta- og æskulýðsstarf um allt land.
Lesa meiraSambandsaðilar
26
Félög
450
Félagsmenn
290.000
Fréttir

13. september 2025
Fer út í búð og spjallar við ókunnuga
Lykillinn að hamingjunni leynist í félagslegum töfrum, samskiptum fólks augliti til auglitis í stað samskipta í gegnum skjá, að sögn dr. Viðars Halldórssonar. Hann hélt erindi og stýrði vinnustofu á ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðheilsa.

12. september 2025
Framboð til stjórnar og/eða varastjórnar UMFÍ
Jóhann Steinar Ingimundarson gefur áfram kost á sér til formanns. Fimm aðrir gefa kost á sér áfram í stjórn og varastjórn en fimm ætla ekki að gera það. Tilkynning um framboð til stjórnar og varastjórnar UMFÍ skal berast skriflega til kjörnefndar eigi síðar en 10 dögum fyrir þing.

11. september 2025
Opið fyrir umsóknir í Hvatasjóð í þriðja sinn
Opið er fyrir umsóknir í Hvatasjóð íþróttahreyfingarinnar. Hvatasjóðurinn styrkir verkefni sem stuðla að útbreiðslu íþróttastarfs og þátttöku allra barna. Þetta er þriðji umsóknarfrestur ársins og er opið fyrir umsóknir til 15. október.

Skráðu þig á póstlista og fylgstu með!
Takk fyrir að skrá þig á póstlista UMFÍ