Hver erum við?
Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Innan UMFÍ eru 26 sambandsaðilar. Félögin eru 450, nærri því öll íþrótta- og ungmennafélög á Íslandi.
Lesa meiraSambandsaðilar
25
Félög
450
Félagsmenn
290.000
Fréttir

02. apríl 2025
Laust starf svæðisfulltrúa á Vestfjörðum
Hefur þú brennandi áhuga á íþróttum og lýðheilsu og vilt hafa jákvæð áhrif á nærumhverfið? Þrífst þú vel í síbreytilegu vinnuumhverfi og vinnur vel með öðrum? Ef svarið er já erum við með spennandi starf svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna á Vestfjörðum fyrir þig!

01. apríl 2025
Íslandsleikarnir skemmtilegri en að vera í tölvunni
Heilmikið fjör var hjá um 70 þátttakendum á Íslandsleikunum þegar þeir fóru í annað sinn á Selfossi síðustu helgina í mars. Íslandsleikarnir eru liður í verkefninu Allir með, sem hefur það að markmiði að fjölga iðkendum með fötlun í íþróttum.

01. apríl 2025
Brottfall greinist enn úr íþróttum
„Það voru góðar umræður á þinginu. En þrjú mál stóðu upp úr: Íþróttir fatlaðra, brottfall úr íþróttum, skattamálin og staða sjálfboðaliða á svæðinu,“ segir Gunnar Jóhannesson, formaður Íþróttabandalags Suðurnesja, um þing bandalagsins um helgina.

Skráðu þig á póstlista og fylgstu með!
Takk fyrir að skrá þig á póstlista UMFÍ