Hver erum við?
Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Innan UMFÍ eru 26 sambandsaðilar. Félögin eru 450, nærri því öll íþrótta- og ungmennafélög á Íslandi.
Lesa meiraSambandsaðilar
26
Félög
450
Félagsmenn
290.000
Fréttir

16. maí 2025
Mikilvægt að skerpa á hlutverki íþrótta
Við endurskoðun íþróttalaga þarf að skerpa á hlutverki íþrótta, finna leiðir til að skilja á milli rekstrartenginga meistaraflokka og barna- og unglingastarfs og vinna að því að verja Íslenskar getraunir fyrir ólöglegri samkeppni, segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ.

16. maí 2025
Nokkur félög til fyrirmyndar í skilum á starfsskýrslum
Öll aðildarfélög 6 íþróttahéraða af 25 hafa skilað starfsskýrslum í kerfi ÍSÍ og UMFÍ. Athygli vekur að þetta eru aðildarfélög á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Enn á 91 félag eftir að skila skýrslum.

16. maí 2025
Gleði á gagnlegum vorfundi UMFÍ
Vorfundur UMFÍ var vel sóttur á Reykjum í Hrútafirði um síðustu helgi. Boðið var upp á mikið fjörefli og tengsl. Gagnleg erindi voru flutt á fundinum. Formaður UMFÍ sagði ánægjulegt að UMFÍ hafi tekist að búa til vettvang fyrir sambandsaðila til að tjá sig.

Skráðu þig á póstlista og fylgstu með!
Takk fyrir að skrá þig á póstlista UMFÍ