Hver erum við?
Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Innan UMFÍ eru 26 sambandsaðilar. Félögin eru 450 og eru það öll íþrótta- og ungmennafélög á Íslandi. UMFÍ skapar aðstæður þar sem gleði og samvinna eflir íþrótta- og æskulýðsstarf um allt land.
Lesa meiraSambandsaðilar
26
Félög
450
Félagsmenn
290.000
Fréttir
14. nóvember 2025
Nýjungar í íþróttahreyfingunni með Abler
ÍSÍ og UMFÍ hafa samið við Abler um þrjú verkefni sem gagnast íþróttahreyfingunni, stjórnendum og iðkendum. Þetta eru m.a. myndræn útfærsla á framboði íþróttagreina um allt land, yfirsýn um sakavottorð og námskeiðahald starfsfólks og sjálfboðaliða og gerð mælaborðs um stöðu og þróun íþróttastarfs.
13. nóvember 2025
Litlu jólin koma snemma hjá UMFÍ
Litlu jólin eru í fyrra falli hjá UMFÍ. Stjórn Íslenskrar getspár ákvað í síðustu viku að greiða eignaraðilum sínum sérstaka 600.000 milljóna króna aukaarðgreiðslu vegna mjög góðs árangurs á þessu ári. UMFÍ fékk tæpar 80 milljónir sem eru sendar sambandsaðilum í dag.
12. nóvember 2025
Hatursorðræða skýtur upp kollinum á borði samskiptaráðgjafa
„Hatursorðræða er að koma æ oftar upp hjá okkur og við munum setja inn nýtt efni um viðbrögð við henni í verkfærakistuna, sem og í viðbragðsáætlun,“ segir Kristín Skjaldardóttir, samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs. Þessi málaflokkur hefur aukist talsvert frá því embættið tók til starfa árið 2020.
Siðareglur og samskiptaráðgjafi
Siðareglur
Mikilvægt er fyrir öll sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð. Siðareglur þessar gilda fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða Æskulýðsvettvangsins. Gerist aðili brotlegur við reglurnar er heimilt að vísa honum úr starfi, tímabundið eða að fullu.
Samskiptaráðgjafi
Einelti, áreitni og ofbeldi í hvers kyns mynd er ekki liðið innan skipulags íþrótta- eða æskulýðsstarfs. Markmiðið með starfsemi samskiptaráðgjafa er að stuðla að því að starfið fari fram í öruggu umhverfi og að fólk geti leitað aðstoðar eða réttar síns án þess að þurfa að óttast afleiðingarnar.
Skráðu þig á póstlista og fylgstu með!
Takk fyrir að skrá þig á póstlista UMFÍ