Hver erum við?
Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Innan UMFÍ eru 26 sambandsaðilar. Félögin eru 450 og eru það öll íþrótta- og ungmennafélög á Íslandi. UMFÍ skapar aðstæður þar sem gleði og samvinna eflir íþrótta- og æskulýðsstarf um allt land.
Lesa meiraSambandsaðilar
26
Félög
450
Félagsmenn
290.000
Fréttir
21. janúar 2026
Snemmtæk sérhæfing eykur líkur á brottfalli
Börn sem prófa margar íþróttir þegar þau eru á aldrinum 10–15 ára eru mun líklegri til að vera áfram virk í íþróttum sem ungmenni. Sérhæfing ungra barna eykur hins vegar líkurnar á brottfalli þeirra úr íþróttum. Þetta er niðurstaða Peter Donahue, prófessors við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík.
21. janúar 2026
Leikgleði barna skiptir meira máli en sérhæfing
Börn hafa yfirborðskenndan skilning á þeim sálfræðilegu þáttum íþróttaþjálfunar sem þeim er ætlað að fylgja á æfingum, segir Siubhean Crowne. Hún segir fótboltaakademíur ekki eiga að taka við börnum yngri en 13 ára.
21. janúar 2026
Íþróttir eiga að vera fyrir börn
„Íþróttir eru fyrir börn, en ekki öfugt,“ segir Mark Joseph O'Sullivan, frá Norska íþróttaháskólanum (NIH). Hann ræddi á RIG-ráðstefnunni í dag um gerviatvinnumennsku sem er farin að ryðja sér æ meira til rúms í norrænum íþróttum.
Siðareglur og samskiptaráðgjafi
Siðareglur
Mikilvægt er fyrir öll sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð. Siðareglur þessar gilda fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða Æskulýðsvettvangsins. Gerist aðili brotlegur við reglurnar er heimilt að vísa honum úr starfi, tímabundið eða að fullu.
Samskiptaráðgjafi
Einelti, áreitni og ofbeldi í hvers kyns mynd er ekki liðið innan skipulags íþrótta- eða æskulýðsstarfs. Markmiðið með starfsemi samskiptaráðgjafa er að stuðla að því að starfið fari fram í öruggu umhverfi og að fólk geti leitað aðstoðar eða réttar síns án þess að þurfa að óttast afleiðingarnar.