Hver erum við?
Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Innan UMFÍ eru 26 sambandsaðilar. Félögin eru 450 og eru það öll íþrótta- og ungmennafélög á Íslandi. UMFÍ skapar aðstæður þar sem gleði og samvinna eflir íþrótta- og æskulýðsstarf um allt land.
Lesa meiraSambandsaðilar
26
Félög
450
Félagsmenn
290.000
Fréttir
24. október 2025
HK leitar að nýjum framkvæmdastjóra
HK auglýsir starf framkvæmdastjóra félagsins. Nýr framkvæmdastjóri tekur við starfinu af Söndru Sigurðardóttur, sem var á dögunum ráðin framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar. Umsóknarfrestur er til 6. nóvember næstkomandi.
23. október 2025
Nemendur í tómstunda- og félagsmálafræði heimsóttu UMFÍ
Tæplega 40 nemendur á fyrsta ári í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands, ásamt kennara sínum, heimsóttu íþróttamiðstöð UMFÍ í gær. Markmið heimsóknarinnar var að kynna nemendum fjölbreytta starfsemi UMFÍ.
20. október 2025
Heimasíða svæðisstöðva komin í loftið
„Heimasíðan var gerð til að auðvelda þá miklu vinnu sem farið hefur fram í svæðisstöðvunum frá upphafi og gera efni um íþróttastarf aðgengilegra,” segir Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, svæðisfulltrúi íþróttahéraðanna á Austurlandi. Ný heimasíða svæðisstöðva íþróttahéraðanna fór í loftið á dögunum.
Skráðu þig á póstlista og fylgstu með!
Takk fyrir að skrá þig á póstlista UMFÍ